Ríkisreikningur 2017 birtur

Almennt

15.10.2018

Ríkisreikningur 2017 hefur nú verið birtur. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisreikningur er birtur samkvæmt ákvæðum laga um opinber fjármál nr. 123/2015.

Unnið er að innleiðingu nýrra reikningsskila sem miðar að því að ríkisreikningur 2019 muni að fullu uppfylla skilyrði alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS).

Samkvæmt ríkisreikningi var rekstrarafkoman jákvæð um 39 ma.kr. Tekjur námu 793 ma.kr. og rekstrargjöld 711 ma.kr. Rekstrarafkoman er birt samkvæmt reikningsskilastaðli fyrir opinbera aðila en heildarafkoma í fjármálaáætlunum og fjárlögum er birt samkvæmt hagsskýrslustaðli (GFS). Rekstrarafkoma í ríkisreikningi er því ekki sambærileg við þau markmið sem birtast í fjármálaáætlun og fjárlögum.

Stofnefnahagsreikningur í ársbyrjun 2017 er birtur í ríkisreikningi. Gerðar hafa verið umtalsverðar breytingar á framsetningu og innhaldi frá ríkisreikningi 2016. Rekstrarfjármunir eru nú eignfærðir og afskrifaðir í samræmi við endingartíma, í stað þess að gjaldfærast við kaup. Eign ríkissjóðs er nú metin samkvæmt hlutdeildaraðferð. Þá eru skuldbindingar ríkissjóðs, sem þarf að standa undir í framtíðinni, færðar í efnahagsreikning.

Sjá ríkisreikning á vef Stjórnarráðsins

Mynd með frétt