Lárus Ögmundsson (1951-2018)

Almennt

08.06.2018

Skrifstofur Ríkisendurskoðunar verða lokaðar fimmtudaginn 21. júní, vegna útfarar Lárusar Ögmundssonar.

Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur og staðgengill ríkisendurskoðanda lést þriðjudaginn 5. júní. Lárus var farsæll og mikilvægur starfsmaður Ríkisendurskoðunar í tæp 29 ár og naut virðingar og trausts bæði innan og utan stofnunar. Hann reyndist samstarfsmönnum sínum ómetanlegur við að leiðbeina í gegnum kima stjórnkerfisins og áttu allir auðvelt með að leita til hans.

Lárus var kvæntur Hildigunni Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn. Ríkisendurskoðandi og samstarfsmenn senda Hildigunni, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur.

Mynd með frétt