Aukinn stuðningur og minna álag á ríkissaksóknara

Skýrsla til Alþingis

23.04.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki tvær ábendingar sem beint var  til innanríkisráðuneytis árið 2015 og lutu að auknum stuðningi við embætti ríkissaksóknara og sjálfstæði þess. Ábending til embættis ríkissaksóknara um upptöku verkbókhalds er ekki heldur ítrekuð.

Innanríkisráðuneyti hefur brugðist við ábendingum Ríkisendurskoðunar með því að tryggja ríkissaksóknara aukin fjárframlög síðustu ár, auk þess sem álag á embættið minnkaði með stofnun embættis héraðssaksóknara árið 2016.  Frá þeim tíma hefur ríkissaksóknari haft aukið svigrúm til að skerpa á stjórnunar- og eftirlitshlutverki sínu. Þá hyggst ráðuneytið fela réttarfarsnefnd að meta hvort og þá hvernig skilgreina megi betur sjálfstæði ríkissaksóknara í lögum.

Embætti ríkissaksóknara hefur unnið að innleiðingu verkbókhalds frá því að ábendingin var lögð fram árið 2015. Innleiðingin hefur tafist en þar sem stefnt er að því að hefja skráningu verkbókhalds í tilraunaskyni í byrjun maí 2018 telur Ríkisendurskoðun ekki ástæðu til að ítreka ábendinguna.

Sjá nánar