Vinnumarkaðsaðgerðir á tímum kórónuveiru

Skýrsla til Alþingis

17.12.2020

Ríkisendurskoðun hefur lokið við aðra skýrslu um áhrif kórónaveirufaraldursins á íslenskt samfélag og úrræði stjórnvalda. Skýrslan fjallar um stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, lokunarstyrki, stuðning vegna launa einstaklinga í sóttkví, lán úr Ferðaábyrgðasjóði og eftirfylgni Ríkisendurskoðunar með svokallaðri hlutastarfaleið en sú skýrsla var birt á vormánuðum 2020.

Úttektin leiðir í ljós að lagaskilyrði framangreindra úrræða hafi verið skýrari en upphaflega var þegar hlutastarfaleiðin var lögfest. Þá hefur innleiðing úrræðanna gengið vel hjá þeim stofnunum sem bera ábyrgð á framkvæmdinni. Ríkisendurskoðun bendir á mikilvægi þess að hafa virkt eftirlit með úrræðunum en það er mislangt á veg komið. Að síðustu er áréttuð ábending til Vinnumálastofnunar um að tryggja virkt eftirlit með hlutastarfaleiðinni en á hefur skort að farið hafi verið eftir ábendingu Ríkisendurskoðunar um að eftirlitsaðgerðir með hlutastarfaleiðinni hafi verið nægjanlega virkar.

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á samtímaeftirlit með fjárreiðum ríkisins og meðferð opinbers fjár og von er á fleiri skýrslum um áhrif kórónaveirufaraldursins á ríkissjóð.

Sjá nánar

Mynd með frétt