Framkvæmd fjárlaga janúar-september 2020

Skýrsla til Alþingis

04.02.2021

Í skýrslu um framkvæmd fjárlaga fyrir janúar til september 2020 kemur fram að rekstur ríkissjóðs á tímabilinu beri mjög mikil merki tekjusamdráttar og ráðstafana á gjaldahlið sem gripið var til vegna Covid-19 faraldursins.

Þannig var afkoma A-hluta ríkisins á fyrstu níu mánuðum ársins neikvæð um 167,4 ma.kr. eða sem nemur 28,8% af tekjum. Afkoma ríkissjóðs var til samanburðar jákvæð um 8,3 ma.kr. á sama tímabili 2019.

Áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir að halli ríkissjóðs á öllu árinu 2020, sem áætlaður var 9,8 ma.kr. í fjárlögum ársins, verði í reynd rúmir 270 ma.kr. Annars vegar er reiknað með að tekjur ríkissjóðs verði 116 ma.kr. lægri en skv. fjárlögum og að útgjöldin verði 144 ma.kr. hærri.

Sjá nánar

Mynd með frétt