Betri skil á ársreikningum kirkjugarða

Kirkjugarðar og sóknir

07.07.2021

Af 238 kirkjugörðum skiluðu 195 garðar ársreikningum 2019 til Ríkisendurskoðunar og eru það ívið betri skil en árið áður. Samkvæmt ársreikningunum námu tekjur af kirkjugarðsgjöldum 1.180 m.kr. Samanlagðar tekjur umfram gjöld samkvæmt innsendum ársreikningum námu 29,9 m.kr. sem er umtalsvert hærra en á árinu 2018. Þá námu skuldir og eigið fé samtals 3.432,5 m.kr.

Sjá nánar yfirlit úr ársreikningum kirkjugarða vegna ársins 2019

Mynd með frétt