Guðmundur B. Helgason starfandi ríkisendurskoðandi

Almennt

01.02.2022

Skúli Eggert Þórðarson hefur tekið við nýju starfi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996 með því að hann hefur verið fluttur til starfa í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Forseti Alþingis hefur vegna þessa falið Guðmundi B. Helgasyni stjórnmálafræðingi að gegna starfi ríkisendurskoðanda þar til kosning nýs ríkisendurskoðanda hefur farið fram á Alþingi. Guðmundur Björgvin er staðgengill ríkisendurskoðanda en hann er sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun og forstöðumaður skrifstofu embættisins á Akureyri. Hann var áður ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneyti og mannauðsstjóri hjá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Jórdaníu.

Mynd með frétt