Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2021

Almennt

06.09.2022

Í ársskýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2021 er m.a. fjallað um þær fjölmörgu áskoranir sem embættið tekst á við í daglegum störfum sínum, hvort sem horft er til stjórnsýsluúttekta eða verkefna á sviði fjárhagsendurskoðunar. Fram kemur að ljóst megi vera að mikilvægi starfsemi Ríkisendurskoðunar í þágu aukinnar skilvirkni og hagræðingar í ríkisrekstrinum fari vaxandi í ljósi áskorana ríkisfjármála. Eins sé í auknum mæli horft til Ríkisendurskoðunar til að skapa og efla traust og trúverðugleika stjórnsýslunnar, en í því sambandi sé mikilvægt að embættið sé sjálfstætt og óháð í störfum sínum sem eftirlitsstofnun á vegum Alþingis.

Ársskýrslan hefur að geyma upplýsingar um helstu verkefni, starfsemi og rekstur Ríkisendurskoðunar á árinu, þ.m.t. stofnun nýrrar starfsstöðvar á Akureyri. Fjallað er um áframhaldandi þróun embættisins, stefnumótun og framtíðarsýn og einnig má finna í ársskýrslunni fróðlegar greinar þar sem starfsfólk miðlar af starfsreynslu sinni.

Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2021 (pdf) - 8,6 MB

Mynd með frétt