Ársreikningar stjórnmálasamtaka

Stjórnmálastarfsemi

24.10.2023

Ríkisendurskoðandi vekur athygli á að stjórnmálasamtökum sem bjóða fram í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna ber að skila ársreikningum sínum vegna ársins 2022 til Ríkisendurskoðunar fyrir 1. nóvember nk. sbr. lög nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka.

Þá er jafnframt vakin athygli á að skv. 5. gr. a. framangreindra laga er skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum að viðkomandi stjórnmálasamtök séu skráð skv. I. kafla C þ.e. séu skráð sem stjórnmálasamtök hjá ríkisskattstjóra. Þá skulu þau áður hafa uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda skv. 8. og 9. gr. laganna og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikning þeirra.

Í kjölfar skila á ársreikningum birtir ríkisendurskoðandi þá eins fljótt og unnt er. Að auki ber að birta nöfn allra lögaðila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi og fjárhæð þeirra og nöfn einstaklinga sem hafa veitt framlög sem metin eru á meira en 300.000 kr.

Mynd með frétt