Fyrirmyndarstofnun ársins

Almennt

19.02.2024

Fimmta árið í röð er Ríkisendurskoðun kjörin fyrirmyndarstofnun í árlegri könnun Sameykis stéttarfélags á stofnun ársins.

Ríkisendurskoðun varð í 5. sæti í flokki meðalstórra stofnana en þetta var í nítjánda sinn sem könnun á ríkisstofnun ársins er gerð. Er valið byggt á svörum tæplega 17 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins.

Ríkisendurskoðun hefur undanfarin ár verið í einu af fimm efstu sætunum í sínum flokki, sem embættið og starfsfólk þess er afar stolt af:

5. sæti árið 2023
4. sæti árið 2022
2. sæti árið 2021
4. sæti árið 2020
1. sæti árið 2019

Mynd með frétt