Ekki forsendur til heildstæðrar stjórnsýsluúttektar

Skýrsla til Alþingis

14.03.2024

Ríkisendurskoðun telur ekki forsendur fyrir heildstæðri stjórnsýsluúttekt á framkvæmd og eftirliti með lögum nr. 98/2019 um póstþjónustu, sbr. beiðni Alþingis í nóvember 2023. Í beiðninni er að finna níu spurningar sem um margt eru óvanalegar og lúta í einhverjum tilvikum ekki að lögbundnu hlutverki Ríkisendurskoðunar. Þar var jafnframt að finna spurningar sem betur færi á að bera upp á vettvangi þingsins sjálfs, t.a.m. í fyrirspurnum til ráðherra. Meginefni þeirra gekk út á að kanna með hvaða hætti staðið var að framkvæmd og útfærslu áðurnefndra laga og eftirliti með þeim. 

Ríkisendurskoðun tók saman svör sem lúta að áðurnefndum spurningum í niðurstöðum frumathugunar til Alþingis. Þar er einnig gerð grein fyrir afstöðu Ríkisendurskoðunar til beiðni Alþingis. Fram kemur að margt af því sem spurt var um hefur fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum og er það ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar að endurskoða þær ákvarðanir. 

Sjá nánar skýrsluna
 

Mynd með frétt