02.09.2025
Ríkisendurskoðun hefur að beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafið stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautar 13/31 á Reykjavíkurflugvelli í febrúar 2025. Markmið úttektarinnar er að greina og leggja mat á starfshætti og verklag Isavia Innanlandsflugvalla ehf. og Samgöngustofu í aðdraganda lokunarinnar og hvernig viðkomandi aðilar stóðu að úrlausn málsins. Litið verður til þess hvort umræddir þættir hafi verið í samræmi við lög, reglur og viðurkennda starfshætti eða hvort einhverjir annmarkar hafi verið á verklagi og starfsháttum viðkomandi aðila. Með skýrslu sinni mun ríkisendurskoðandi leitast við að leiða í ljós slík frávik og gera tillögur að úrbótum, bættri stjórnsýslu, skýrari ábyrgð og betri nýtingu ríkisfjár, eftir því sem við á.
Áætluð verklok: Vor 2026