Ábyrgðasjóður launa - endurskoðunarskýrsla 2021

09.01.2023

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Ábyrgðasjóðs launa fyrir árið 2021. Ábyrgðasjóður launa var síðast endurskoðaður vegna ársins 2014.

Ábyrgðasjóður launa - endurskoðunarskýrsla 2021 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Vakin er athygli á eftirfarandi ábendingum og athugasemdum en smávægilegum ábendingum var komið beint á framfæri við stjórnendur þegar endurskoðunarvinna fór fram.

  1. Þjónustusamningur
    Bent er að gera þarf nýjan þjónustusamning milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, Vinnumálastofnunar og Ábyrgðasjóðs launa en fyrri þjónustusamningur rann út á árinu 2020.
     
  2. Ábyrgðartímabil lífeyrissjóðsiðgjalda
    Ríkisendurskoðun beinir þeim tilmælum til stjórnar Ábyrgðasjóðs launa og félags- og vinnumarkaðsmálaráðuneytis að endurmeta ábyrgðartímabil vangoldinna lífeyrissjóðsiðgjalda til að stemma stigu á móti þeim auknu útgjöldum sem sjóðurinn hefur þurft að greiða vegna vangoldinna lífeyrissjóðsiðgjalda.

Lykiltölur

Þróun tekna og gjalda 2017-2021
Tekjur 2021 (m.kr)
Gjöld 2021 (m.kr)