Eftirfylgni: Verðlagsnefnd búvara og ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara

28.02.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fjórar ábendingar sem stofnunin beindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis árið 2015 og vörðuðu verðlagsnefnd búvara og ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Ábendingarnar lutu að mikilvægi þess að nefndirnar störfuðu samkvæmt skráðum verklagsreglum, birtingu fundargerða ráðgjafarnefndarinnar, hæfi nefndarmanna og því að verðlagsnefnd búvara væri jafnan fullskipuð í samræmi við lög.

Eftirfylgni: Verðlagsnefnd búvara og ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara (pdf)

Mynd með færslu