Eftirfylgni: Tryggingastofnun og staða almannatrygginga

15.12.2023

Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis sem óskaði eftir að kannað yrði hvernig Tryggingastofnun hefði tekist að uppfylla hlutverk sitt samkvæmt lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð, sem og aðrar lögbundnar skýrslur sínar. Niðurstöður lágu fyrir í október 2020 og í skýrslunni voru lagðar fram sjö tillögur til úrbóta. Sneru þær m.a. að því að bæta málsmeðferð við töku ákvarðana, auka hlutfall viðskiptavina sem fái réttar greiðslur, ljúka heildarendurskoðun á lögum um almannatryggingar og heildarstefnumótun í lífeyrismálum. Sjá nánar upphaflega skýrslu

Tryggingastofnun og staða almannatrygginga - eftirfylgni (pdf)

Mynd með færslu