25.06.2025
Sjúkratryggingar hafa ekki orðið sá sterki aðili við kaup á heilbrigðisþjónustu sem að var stefnt með lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. Stofnunin fylgir ekki nema að hluta til lögbundnu hlutverki sínu og hefur hvorki náð að byggja upp þá þekkingu né mannauð sem þarf til að gera nauðsynlegar þarfa- og kostnaðargreiningar í tengslum við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Þá hefur eftirlit með framkvæmd samninga verið brotakennt og á tímabili vart til staðar.
Styrkja þarf Sjúkratryggingar sem samnings- og eftirlitsaðila (pdf)
Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að styrkja stöðu Sjúkratrygginga við samningsgerð. Úttektin varpar ljósi á veika samningsstöðu Sjúkratrygginga og oft yfirburðastöðu viðsemjenda hennar. Við skoðun nýlegra samninga kom í ljós að stofnunin fylgir ekki alltaf lögum og reglugerðum við gerð samninga auk þess sem innkaup á t.d. myndgreiningaþjónustu og lýðheilsutengdum aðgerðum hafa dregist verulega á langinn. Spilar þar inn í óvissa um útboðsskyldu sem bíður úrlausnar dómstóla. Til mikils er að vinna með eflingu Sjúkratrygginga en heildarumfang allra fjárlagaliða sem stofnunin ber ábyrgð á, bæði réttindaflokkar og samningar, var samtals 243 ma. kr. árið 2024.
Ríkisendurskoðun telur einnig mikilvægt að Sjúkratryggingar efli eftirlit og tryggi kostnaðaraðhald þeirra samninga sem stofnunin hefur gert. Setja þarf skýrar verklagsreglur og viðmið til að eftirlit verði markvisst og skili þeim árangri sem að er stefnt. Við skoðun Ríkisendurskoðunar kom í ljós að ósamræmis hefur gætt við vinnslu og meðferð mála. Þá telur Ríkisendurskoðun ástæðu til að minna á að ábyrgð Sjúkratrygginga á eftirliti með samningsaðilum verður hvorki útvistað né deilt.
Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi sex ábendingum til Sjúkratrygginga:
Enn fremur beinir Ríkisendurskoðun fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis: