Ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs

22.10.2015

Ríkisábyrgðir eru ábyrgðir sem ríkissjóður hefur gengist í vegna lánaskuldbindinga lögaðila. Í grundvallaratriðum eru ríkisábyrgðir tvenns konar. Annars vegar getur ríkissjóður, á grundvelli sérstakrar lagaheimildar, veitt aðilum ábyrgð sem bundin er við tiltekið lán þeirra. Slíkar ábyrgðir kallast „veittar ábyrgðir“. Hins vegar getur ríkissjóður verið í ábyrgð fyrir lánaskuldbindingum ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja í krafti eignar-aðildar sinnar. Slíkar ábyrgðir kallast „eigendaábyrgðir“. Endurlán ríkissjóðs eru lán sem sjóðurinn veitir af sínu lánsfé til lögaðila.

Ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs (pdf)

Mynd með færslu