19.01.2012
Í þessari skýrslu Ríkisendurskoðunar er fyrst fjallað með almennum hætti um það með hvaða hætti heimilt sé að stofna til skulda, ríkisábyrgða og annarra fjárskuldbindinga fyrir hönd ríkisins og síðan hvernig gera skal grein fyrir þeim í ríkisreikningi. Með bréfi þingmannsins fylgdi listi yfir verkefni sem hann telur að geti falið í sér ríkisábyrgð eða skuldbindingu ríkissjóðs, en sé þó ekki tæmandi.
Ríkisábyrgðir og aðrar fjárhagslegar skuldbindingar sem ekki koma fram í fjárlögum eða fjáraukalögum (pdf)