Íbúðalánasjóður. Um aðdraganda og gerð lánasamninga sjóðsins við fjármálastofnanir vegna áhættustýringar

29.11.2005

Í framhaldi af fundi félagsmálanefndar hinn 21. júlí sl., þar sem fjallað var um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til banka og sparisjóða og uppgreiðslu lána til sjóðsins, fór nefndin þess á leit við Ríkisendurskoðun með bréfi dagsettu sama dag að gerð yrði almenn stjórnsýsluúttekt á Íbúðalánasjóði í ljósi mjög breyttra aðstæðna á fjármálamarkaði. Með hliðsjón af þeim vanda, sem skapaðist hjá Íbúðalánasjóði vegna mikilla uppgreiðslna lánþega sjóðsins frá haustdögum 2004 og fram á mitt árið 2005 ákvað Ríkisendurskoðun að takmarka úttekt þessa við athugun á aðdraganda og gerð lánasamninga sjóðsins við fjármálastofnanir. Uppgreiðslurnar, sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á jafnvægi milli eigna og skulda sjóðsins, fólu í sér mikla hættu á fjárhagslegum áföllum ef ekki yrði gripið til sérstakra ráðstafana.

Íbúðalánasjóður. Um aðdraganda og gerð lánasamninga sjóðsins við fjármálastofnanir vegna áhættustýringar (pdf)

Mynd með færslu