Kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikons hf. - aðkoma og eftirlit stjórnvalda

17.05.2018

Í desember 2017 samþykkti Alþingi beiðni 12 þingmanna um að ríkisendurskoðandi ynni skýrslu um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. í Helguvík, sbr. 15. mál 148. löggjafarþings. Beiðnin var lögð fram á grundvelli 17. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Samhljóða beiðni hafði verið lögð fram á fyrra þingi en kom ekki til afgreiðslu. Ríkisendurskoðun tók þá beiðni engu að síður til skoðunar og hafði þegar hafið forkönnun stjórnsýsluúttektar og tilkynnt um niðurstöðu hennar í nóvember 2017.

Kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikons hf (pdf)

Mynd með færslu