Skýrsla um Atvinnutryggingarsjóð útflutningsgreina

01.09.1991

Í 4. gr. laga nr 9/1989 um efnahagsaðgerðir er kveðið á um stjórn og eftirlit með Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina. Þar segir m.a. svo: "Ríkisendurskoðun fylgist með starfsemi sjóðsins og gefur Alþingi reglulega skýrslu um starfsemi hans." Í samræmi við þessi lagafyrirmæli gerði Ríkisendurskoðun skýrslu í febrúar 1990 um starfsemi sjóðsins frá stofnun hans haustið 1988 og til ársloka 1989. Skýrsla sú sem hér fylgir á eftir er um starfsemi hans á árinu 1990. Stofnunin vísar til fyrri skýrslu sinnar um starfsemi sjóðsins hvað varðar ýmis atriði sem ekki er fjallað sérstaklega um í þessari skýrslu s.s. lög, reglugerðir og verklag.

Skýrsla um Atvinnutryggingarsjóð útflutningsgreina (pdf)

Mynd með færslu