Eftirfylgni: Atvinnutengd starfsendurhæfing

05.04.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki tvær ábendingar sem beint var til velferðarráðuneytis árið 2015 vegna atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. Fyrri ábendingin laut að því að setja þyrfti heildstæða stefnu vegna einstaklinga með skerta starfsgetu en sú seinni að setja þyrfti skýrar reglur um eftirlit ráðuneytisins með kaupum VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs á þjónustu starfsendurhæfingarstöðva.

Eftirfylgni: Atvinnutengd starfsendurhæfing (pdf)

Mynd með færslu