Sýslumenn – stjórnsýsluúttekt

Skýrsla til Alþingis

01.04.2019

Ríkisendurskoðandi hefur lokið úttekt á embættum sýslumanna. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu með það að markmiði að efla embættin og gera þau að miðstöð stjórnsýslu ríkisins í héraði. Jafnframt var löggæsla að fullu aðskilin frá sýslumannsembættum og ný lögregluembætti stofnuð. Áttu þessar breytingar að leiða af sér aukna hagkvæmni í rekstri.

Niðurstaða úttektarinnar er sú að sett markmið hafi ekki náðst Hlutfall starfsmanna í stoðþjónustu embættanna er hátt. Eigið fé allra sýslumannsembættanna er orðið neikvætt um 300 milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli undanfarinna ára er 500 milljónir.

Ríkisendurskoðandi bendir á að auka megi hagkvæmni í rekstri sýslumannsembætta með frekari samvinnu eða sameiningu embætta. Mikilvægt sé að skýra og skilgreina þjónustustig embættanna með það í huga. Þá muni rafræn þjónusta, þ.m.t. í þinglýsingum, leiða til hagræðingar til lengri tíma litið. Auk þess sé mikill ávínningur af rafrænni  þjónustu fyrir almenning og aðra sem sækja þurfa þjónustu til sýslumanna.

Sjá nánar

Mynd með frétt