Eftirfylgni með skýrslum frá árinu 2020

Skýrsla til Alþingis

15.12.2023

Ríkisendurskoðun hefur nú kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis niðurstöður eftirfylgni stjórnsýsluúttekta árið 2023. Í þeirri eftirfylgni var fylgt eftir tillögum til úrbóta sem settar voru fram í skýrslum embættisins á árinu 2020.

Þær skýrslur sem fylgt var eftir að þessu sinni fjalla um fjárreiður, stjórnsýslu og stjórnarhætti Ríkislögreglustjóra, stjórnsýslu dómstóla og um Tryggingastofnun og stöðu almannatrygginga. Eftirfylgnin leiddi í ljós að komið hefur verið til móts við hluta þeirra úrbótatillagna sem settar voru fram í eldri skýrslum en þó ekki allar.

Þær úrbótatillögur sem ekki hefur verið komið til móts við úr skýrslunni um Ríkislögreglustjóra að mati Ríkisendurskoðunar eru tvær og varða ökutæki lögreglunnar og tölvudeild ríkislögreglustjóra.

Úr skýrslunni um Tryggingastofnun og stöðu almannatrygginga hefur ekki verið komið að fullu til móts við fjórar tillögur af sjö en þær varða hlutfall viðskiptavina sem fá réttar greiðslur, heildarendurskoðun laga um almannatrygginga, heildarstefnumótun í lífeyrismálum og fyrirkomulag umboðsmanna Tryggingastofnunar hjá sýslumannsembættum.

Mynd með frétt