Skuldbindandi samningar – 2. Velferðarráðuneyti

14.12.2011

Í úttektum sínum hefur Ríkisendurskoðun iðulega orðið þess áskynja að bæta þurfi meðferð samninga sem ráðuneyti og stofnanir gera við samtök, einkaaðila eða sveitarfélög um tiltekin verkefni. Þá hafa þingmenn lýst áhuga á því að fá upplýsingar um umfang framlaga, hvernig þeim er ráðstafað og hvernig eftirliti með samningum er háttað. Ákveðið var að kalla eftir afritum allra rekstrar- og þjónustusamninga ríkisins í árslok 2010 og leiddi yfirferð þeirra í ljós að um fjórðungur samninga sem greitt var eftir á árinu 2011 var útrunninn.

Skýrsla sú sem hér liggur fyrir er þriðji hluti úttektar Ríkisendurskoðunar á skuldbindandi samningum einstakra ráðuneyta.

Skuldbindandi samningar – 2. Velferðarráðuneyti (pdf)

Mynd með færslu