Athugun á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftaness

28.07.2010

Í byrjun þessa árs fólu eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) og samgöngu‐ og sveitarstjórnarráðuneytið Ríkisendurskoðun að athuga tiltekna þætti er varða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftaness. Tilefnið var sá fjárhagsvandi sem sveitarfélagið glímir við vegna mikilla skulda og annarra fjárhagslegra skuldbindinga. Sveitarfélagið er komið í greiðsluþrot og hefur fjárhaldsstjórn verið skipuð til að taka við stjórn fjármála þess.

Athugun á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftaness (pdf)

Mynd með færslu